Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 30. mars 2011 20:58 Marcus Walker skoraði 31 stig í kvöld, KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira