Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið Henry Birgir Gunnarsson í Stykkishólmi skrifar 31. mars 2011 20:28 Jovan Zdravevski Mynd/Vilhelm Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí. Jovan Zdravevski skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Renato Lindmets var með 22 stig og Justin Shouse skoraði 15 stig. Zeljko Bojovic var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en þeir Sean Burton og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoruðu báðir 13 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Skyttur Snæfells heitar og það rigndi þristum. Langskotin góðu skilaði Snæfelli tveggja stiga forskoti eftir fyrsta leikhlutann, 23 -21. Í öðrum leikhluta tók Stjarnan lið Snæfells hreinlega úr sambandi. Stjörnumenn lokuðu vörninni á meðan Jovan Zdravevski fór á kostum í sókninni. Stjarnan skoraði 16 stig í röð og hreinlega pakkaði Snæfelli saman. Heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð og þegar blásið var til leikhlés var staðan 32-51. Stjarnan vann leikhlutann 30-9 og þar af komu þrjú stig Snæfells úr þriggja stiga skoti er leikhlutinn rann út. Heimamenn í verulegum vandræðum og varð eitthvað mikið að breytast ef þeir ætluðu sér að halda lífi í rimmunni. Snæfell mætti grimmt til síðari hálfleiks og staðráðið í að selja sig grimmt. Það skipti samt engu máli hvað liðið gerði, Stjarnan átti svör við öllu í þeirra leik. Stjarnan vann þriðja leikhluta 32-28 og leiddi 60-83 fyrir lokaleikhlutann. Hann var algjört formsatriði og Stjörnumenn fögnuðu innilega afar sannfærandi sigri þó svo heimamenn hefðu sýnt karakter og reynt að sprikla allt til loka. Jovan Zdravevski, Renato Lindmets og Justin Shouse voru allir magnaðir í sterkri liðsheild Stjörnunnar. Hjá Snæfelli var meðalmennskan alls ráðandi og liðið hreinlega ekki nógu gott. Stjarnan er einfaldlega með betra lið í dag og á það fyllilega skilið að fara í úrslitin. Þar gæti liðið einnig gert góða hluti haldi það áfram að spila jafn vel.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51 Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 21:51
Falla meistararnir úr leik í kvöld? Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 31. mars 2011 16:45