Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. mars 2011 20:57 Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2 Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira