Umfjöllun: ÍR kom Keflavík í opna skjöldu Elvar Geir Magnússon í Breiðholti skrifar 21. mars 2011 20:55 Kelly Biedler var öflugur í liði ÍR í kvöld. Mynd/Valli ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36
Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27