Umfjöllun: Haukar tryggðu sér oddaleik eftir sigur á döpru liði Snæfells Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2011 20:58 Mynd/Valli Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira