Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 23. mars 2011 21:06 Sigurður Þorsteinsson, lengst til vinstri, tryggði Keflavík framlengingu í blálokin. Mynd/Valli Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira