Sigurður Gunnar besti Íslendingurinn í 8 liða úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2011 16:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Hörður Axel Vilhhjálmsson voru báðir á topp þrjú. Mynd/Valli Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði hæstu framlagi íslensku leikmannanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla sem lauk með þremur oddaleikjum í gærkvöldi. Sigurður Gunnar var 0.5 framlagsstigum á undan KR-ingnum Pavel Ermolinskij og aðeins Kelly Biedler hjá ÍR og Marcus Walker hjá KR skiluðu meira til sinna liða í þessum leikjum. Sigurður Gunnar var með 23,3 stig, 7.0 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali á 31 mínútu í einvíginu á móti ÍR en hann hitti þar úr 72,5 prósent skota sinna og setti niður 73,3 prósent vítanna. Sigurður var með 26 stig og 5 fráköst í oddaleiknum. Sigurður var með framlag upp á 28,0 að meðaltali í leik. Hann hækkaði sig frá því í deildarkeppninni þar sem hann var með 15,1 stig og í 18,8 í framlagi að meðaltali í leik. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu að meðaltali á móti Njarðvík, skoraði 11,0 stig, tók 13,5 fráköst og gaf 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Pavel hitti "bara" úr 35 prósent skota sinna og tapaði 3,5 boltum að meðaltali í leik sem dróg hann niður en hann var þó aðeins 0,5 framlagsstigi á eftir Sigurði. Þeir Sigurður Gunnar (3. sæti) og Pavel (4. sæti) voru einu íslensku leikmennirnir inn á topp tíu listanum en það var ÍR-ingurinn Kelly Biedler sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna og var þar rétt á undan KR-ingnum Marcus Walker. Keflavíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var í þriðja sætinu af íslensku leikmönnunum en hann var með 15,7 stig, 6,3 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hörður var með 20,33 framlagssstig í leik en hann lækkaði reyndar í framlagi í hverjum leik eftir að hafa farið á kostum með 21 stigi, 8 fráköstum, 12 stosðendingum og 35 framlagsstigum í fyrsta leiknum. Hæsta framlag leikmanna í 8 liða úrslitunum:Íslenskir leikmenn 1. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 28,00 2. Pavel Ermolinskij, KR 27,50 3. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 20,33 4. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 16,00 4. Ólafur Ólafsson, Grindavík 16,00 6. Brynjar Þór Björnsson, KR 15,50 7. Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík 15,00 8. Örn Sigurðarson, Haukar 14,00 8. Finnur Atli Magnússon, KR 14,00 10. Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 13,33Erlendir leikmenn 1. Kelly Biedler, ÍR 28,67 2. Marcus Walker, KR 28,50 3. Renato Lindmets, Stjarnan 24,67 4. Ryan Amaroso, Snæfell 23,33 5. Semaj Inge, Haukar 22,67 5. Nemanja Sovic, ÍR 22,67 7. Ryan Pettinella, Grindavík 21,33 8. Gerald Robinson, Haukar 21,00 Dominos-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði hæstu framlagi íslensku leikmannanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla sem lauk með þremur oddaleikjum í gærkvöldi. Sigurður Gunnar var 0.5 framlagsstigum á undan KR-ingnum Pavel Ermolinskij og aðeins Kelly Biedler hjá ÍR og Marcus Walker hjá KR skiluðu meira til sinna liða í þessum leikjum. Sigurður Gunnar var með 23,3 stig, 7.0 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali á 31 mínútu í einvíginu á móti ÍR en hann hitti þar úr 72,5 prósent skota sinna og setti niður 73,3 prósent vítanna. Sigurður var með 26 stig og 5 fráköst í oddaleiknum. Sigurður var með framlag upp á 28,0 að meðaltali í leik. Hann hækkaði sig frá því í deildarkeppninni þar sem hann var með 15,1 stig og í 18,8 í framlagi að meðaltali í leik. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu að meðaltali á móti Njarðvík, skoraði 11,0 stig, tók 13,5 fráköst og gaf 10,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Pavel hitti "bara" úr 35 prósent skota sinna og tapaði 3,5 boltum að meðaltali í leik sem dróg hann niður en hann var þó aðeins 0,5 framlagsstigi á eftir Sigurði. Þeir Sigurður Gunnar (3. sæti) og Pavel (4. sæti) voru einu íslensku leikmennirnir inn á topp tíu listanum en það var ÍR-ingurinn Kelly Biedler sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna og var þar rétt á undan KR-ingnum Marcus Walker. Keflavíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var í þriðja sætinu af íslensku leikmönnunum en hann var með 15,7 stig, 6,3 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hörður var með 20,33 framlagssstig í leik en hann lækkaði reyndar í framlagi í hverjum leik eftir að hafa farið á kostum með 21 stigi, 8 fráköstum, 12 stosðendingum og 35 framlagsstigum í fyrsta leiknum. Hæsta framlag leikmanna í 8 liða úrslitunum:Íslenskir leikmenn 1. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 28,00 2. Pavel Ermolinskij, KR 27,50 3. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 20,33 4. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 16,00 4. Ólafur Ólafsson, Grindavík 16,00 6. Brynjar Þór Björnsson, KR 15,50 7. Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík 15,00 8. Örn Sigurðarson, Haukar 14,00 8. Finnur Atli Magnússon, KR 14,00 10. Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 13,33Erlendir leikmenn 1. Kelly Biedler, ÍR 28,67 2. Marcus Walker, KR 28,50 3. Renato Lindmets, Stjarnan 24,67 4. Ryan Amaroso, Snæfell 23,33 5. Semaj Inge, Haukar 22,67 5. Nemanja Sovic, ÍR 22,67 7. Ryan Pettinella, Grindavík 21,33 8. Gerald Robinson, Haukar 21,00
Dominos-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira