Hvað gengur þeim til? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. mars 2011 16:08 Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011).
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun