Lífið

Sighvatur kaupir mótorhjól og ætlar að keyra til Nepal

Sighvatur Bjarnason heldur áfram ferð sinni umhverfis jörðina á 80 dögum til styrktar Umhyggju.

Sighvatur finnur sér vélhjól í Delhí og keyrir yfir til Katmandu í Nepal. Hann lendir í vandræðum með að komast út úr Delhí en þar kemur snjallsíminn hans til bjargar. Sighvatur er einnig hæstánægður með nýja hjólið enda sannkallaður kostagripur á spottprís.

Haldið áfram að fylgjast með ferðalagi Sighvats hér á Vísi en hann sendir nokkrum sinnum á viku myndbönd af ferðalaginu.



Við minnum á söfnunarsímann en Sighvatur er að safna áheitum fyrir tvö sumarhús, sem sniðin eru sérstaklega að þörfum langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Söfnunarsímanúmerin eru þrjú:

903-5001 til að gefa 1.000 krónur.

903-5002 til að gefa 2.000 krónur.

903-5005 til að gefa 5.000 krónur.

Nánari upplýsingar um söfnunina er hægt að fá á heimasíðu Umhyggju. Kíkið einnig á Umhverfis jörðina á 80 dögum á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×