NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2011 11:00 Dwyane Wade var rosalegur í nótt. Mynd/AP Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte. Dwyane Wade var með svakalega tölfræðilínu í 111-99 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers og samskonar tölfræðilínu hefur aðeins Shaquille O'Neal afrekað á síðustu 25 tímabilum. Wade var með 39 stig, 11 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 varin skot en O'Neal hafði náð 40 stig, 17 fráköstum, 8 stosðendingum og 4 vörðum skotum í mars 2001. LeBron James bætti við 32 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 20 stig og 10 fráköstum fyrir Miami-liðið sem náði tveimur rosalegum sprettum í báðum hálfleikjum, fyrst 23-2 í öðrum leikhluta og svo 24-5 í lokaleikhlutanum sem gerði út um leikinn. Louis Williams skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. Kobe Bryant skoraði 37 stig og Pau Gasol var með 26 stig í 112-104 sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og fjórtándi sigur liðsins í fimmtán leikjum síðan á Stjörnuleikshátíðinni. Ron Artest skoraði 15 stig og Andrew Bynum var með 11 stig og 12 fráköst. Blake Griffin náði nokkrum myndarlegum troðslum og endaði leikinn með 22 stig en Mo Williams var stigahæstur hjá Clippers með 30 stig.Mynd/APDerrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago Bulls í 99-96 sigri á Memphis Grizzlies og endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var ellefti sigur Bulls-liðsins í síðustu tólf leikjum. Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago en Zach Randolph var með 16 stig hjá Memphis. Nicolas Batum skoraði 21 stig og tryggði Portland Trail Blazers 98-96 sigur á toppliði San Antonio Spurs en þetta var sjötti heimasigur Portland-liðsins í röð. San Antonio var með mest tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum og var 96-90 yfir þegar aðeins 81 sekúnda var eftir. Portland tryggði sér hinsvegar sigurinn með því að skora átta síðustu stigin, Andre Miller skoraði fyrstu fjögur en Batum átti síðan lokaorðið með tveimur vítum og sigurkörfunni um leið og leikurinn rann út. Manu Ginobili skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Spurs sem tapaði fyrir Denver í leiknum á undan en liðið er án Tim Duncan sem er meiddur.Mynd/APDante Cunningham skoraði sigurkörfuna þegar Charlotte Bobcats vann óvæntan 83-81 útisigur á Boston Celtics eftir að hafa unnið upp þrettán stiga forskot Boston í fjórða leikhluta. Charlotte vann lokaleikhlutann 30-15 og á enn ágæta möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. DJ White skoraði 17 stig fyrir Charlotte en Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Ray Allen skoraði 14 stig og Kevin Garnett var með 12 stig. Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í 95-85 sigri Orlando Magic á New Jersey Nets en þetta var fimmti sigurleikur Orlando í röð. Hedo Turkoglu var með 20 stig og 13 stoðsendingar hjá Orlando en Anthony Morrow skoraði 19 stig fyrir New Jersey og Jordan Farmar var með 15 stig og 16 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum.Mynd/APKevin Durant skoraði 23 stig og Russell Westbrook var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta í 111-103 sigri Oklahoma City Thunder á Minnesota Timberwolves sem lék án Kevin Love en hann er meiddur. Serge Ibaka var með 12 stig og 10 fráköst hjá Oklahoma City en hjá Minnesota var Anthony Randolph með 24 stig og 15 fráköst og Michael Beasley skoraði 20 stig. Lið Denver Nuggets og New York Knicks hafa farið í sitt hvora áttina síðan að New York fékk Carmelo Anthony fá Denver og sendi til baka fullt af flottum leikmönnum. Denver vann í nótt sinn 12 sigur í 16 leikjum síðan að skiptin fóru fram á sama tíma og New York liðið tapaði sínum áttunda leik af síðustu níu. New York hefur aðeins unnið 7 af 18 leikjum sínum með Carmelo.Mynd/APChris Andersen var með 17 stig og 11 fráköst í 114-94 sigri Denver Nuggets á Washington Wizards og þeir Danilo Gallinari, Ty Lawson og Al Harrington voru allir líka með 17 stig. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington, JaVale McGee var með 13 stig og 13 fráköst og nýliðinn John Wall bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Brandon Jennings skoraði 37 stig í Madison Square Garden þegar Milwaukee Bucks vann 102-96 sigur á New York Knicks sem tapaði sínum fimmta leik í röð. Andrew Bogut var með 21 stig og 17 fráköst fyrir Bucks sem unnu sinn þriðja leik af síðustu fjórum og eru í baráttu við Indiana og Charlotte um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Amare Stoudemire var með 28 stig fyrir New York og Carmelo Anthony skoraði 25 stig.Mynd/APGolden State Warriors skoraði 84 stig í fyrri hálfleik í 138-100 sigri á Toronto Raptors. Monta Ellis var með 27 stig og 10 stoðsendingar, Dorell Wright skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. DeMar DeRozan, Leandro Barbosa og Ed Davis skoruðu allir 18 stig fyrir Toronto. Carl Landry skoraði 19 stig fyrir New Orleans Hornets sem vann 106-100 sigur á Phoenix Suns og eiga Steve Nash og félagar nú litla möguleika á því að komast inn í úrslitakeppnina. Hornets lék án David West sem verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband. Chris Paul var með 22 stig fyrir New Orleans og Marcin Gortat og Grant Hill skoruðu báðir 18 stig fyrir Phoenix. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APIndiana Pacers-Sacramento Kings 93-110 Orlando Magic-New Jersey Nets 95-85 Boston Celtics-Charlotte Bobcats 81-83 Cleveland Cavaliers-Detroit Pistons 97-91 Miami Heat-Philadelphia 76Ers 111-99 New York Knicks-Milwaukee Bucks 96-102 Chicago Bulls-Memphis Grizzlies 99-96 Oklahoma City Thunder-Minnesota Timberwolves 111-103 Denver Nuggets-Washington Wizards 114-94 Phoenix Suns-New Orleans Hornets 100-106 Portland Trail Blazers-San Antonio Spurs 98-96 Golden State Warriors-Toronto Raptors 138-100 Los Angeles Lakers-Los Angeles Clippers 112-104 Staðan í NBA-deildinni: Smella hér Svona lítur úrslitakeppnin út núna: Smella hér NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Sjá meira
Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte. Dwyane Wade var með svakalega tölfræðilínu í 111-99 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers og samskonar tölfræðilínu hefur aðeins Shaquille O'Neal afrekað á síðustu 25 tímabilum. Wade var með 39 stig, 11 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 varin skot en O'Neal hafði náð 40 stig, 17 fráköstum, 8 stosðendingum og 4 vörðum skotum í mars 2001. LeBron James bætti við 32 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 20 stig og 10 fráköstum fyrir Miami-liðið sem náði tveimur rosalegum sprettum í báðum hálfleikjum, fyrst 23-2 í öðrum leikhluta og svo 24-5 í lokaleikhlutanum sem gerði út um leikinn. Louis Williams skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. Kobe Bryant skoraði 37 stig og Pau Gasol var með 26 stig í 112-104 sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og fjórtándi sigur liðsins í fimmtán leikjum síðan á Stjörnuleikshátíðinni. Ron Artest skoraði 15 stig og Andrew Bynum var með 11 stig og 12 fráköst. Blake Griffin náði nokkrum myndarlegum troðslum og endaði leikinn með 22 stig en Mo Williams var stigahæstur hjá Clippers með 30 stig.Mynd/APDerrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago Bulls í 99-96 sigri á Memphis Grizzlies og endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var ellefti sigur Bulls-liðsins í síðustu tólf leikjum. Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago en Zach Randolph var með 16 stig hjá Memphis. Nicolas Batum skoraði 21 stig og tryggði Portland Trail Blazers 98-96 sigur á toppliði San Antonio Spurs en þetta var sjötti heimasigur Portland-liðsins í röð. San Antonio var með mest tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum og var 96-90 yfir þegar aðeins 81 sekúnda var eftir. Portland tryggði sér hinsvegar sigurinn með því að skora átta síðustu stigin, Andre Miller skoraði fyrstu fjögur en Batum átti síðan lokaorðið með tveimur vítum og sigurkörfunni um leið og leikurinn rann út. Manu Ginobili skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Spurs sem tapaði fyrir Denver í leiknum á undan en liðið er án Tim Duncan sem er meiddur.Mynd/APDante Cunningham skoraði sigurkörfuna þegar Charlotte Bobcats vann óvæntan 83-81 útisigur á Boston Celtics eftir að hafa unnið upp þrettán stiga forskot Boston í fjórða leikhluta. Charlotte vann lokaleikhlutann 30-15 og á enn ágæta möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. DJ White skoraði 17 stig fyrir Charlotte en Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Ray Allen skoraði 14 stig og Kevin Garnett var með 12 stig. Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í 95-85 sigri Orlando Magic á New Jersey Nets en þetta var fimmti sigurleikur Orlando í röð. Hedo Turkoglu var með 20 stig og 13 stoðsendingar hjá Orlando en Anthony Morrow skoraði 19 stig fyrir New Jersey og Jordan Farmar var með 15 stig og 16 stoðsendingar í fimmta tapi liðsins í síðustu sex leikjum.Mynd/APKevin Durant skoraði 23 stig og Russell Westbrook var með 19 stig, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta í 111-103 sigri Oklahoma City Thunder á Minnesota Timberwolves sem lék án Kevin Love en hann er meiddur. Serge Ibaka var með 12 stig og 10 fráköst hjá Oklahoma City en hjá Minnesota var Anthony Randolph með 24 stig og 15 fráköst og Michael Beasley skoraði 20 stig. Lið Denver Nuggets og New York Knicks hafa farið í sitt hvora áttina síðan að New York fékk Carmelo Anthony fá Denver og sendi til baka fullt af flottum leikmönnum. Denver vann í nótt sinn 12 sigur í 16 leikjum síðan að skiptin fóru fram á sama tíma og New York liðið tapaði sínum áttunda leik af síðustu níu. New York hefur aðeins unnið 7 af 18 leikjum sínum með Carmelo.Mynd/APChris Andersen var með 17 stig og 11 fráköst í 114-94 sigri Denver Nuggets á Washington Wizards og þeir Danilo Gallinari, Ty Lawson og Al Harrington voru allir líka með 17 stig. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington, JaVale McGee var með 13 stig og 13 fráköst og nýliðinn John Wall bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Brandon Jennings skoraði 37 stig í Madison Square Garden þegar Milwaukee Bucks vann 102-96 sigur á New York Knicks sem tapaði sínum fimmta leik í röð. Andrew Bogut var með 21 stig og 17 fráköst fyrir Bucks sem unnu sinn þriðja leik af síðustu fjórum og eru í baráttu við Indiana og Charlotte um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Amare Stoudemire var með 28 stig fyrir New York og Carmelo Anthony skoraði 25 stig.Mynd/APGolden State Warriors skoraði 84 stig í fyrri hálfleik í 138-100 sigri á Toronto Raptors. Monta Ellis var með 27 stig og 10 stoðsendingar, Dorell Wright skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. DeMar DeRozan, Leandro Barbosa og Ed Davis skoruðu allir 18 stig fyrir Toronto. Carl Landry skoraði 19 stig fyrir New Orleans Hornets sem vann 106-100 sigur á Phoenix Suns og eiga Steve Nash og félagar nú litla möguleika á því að komast inn í úrslitakeppnina. Hornets lék án David West sem verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband. Chris Paul var með 22 stig fyrir New Orleans og Marcin Gortat og Grant Hill skoruðu báðir 18 stig fyrir Phoenix. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APIndiana Pacers-Sacramento Kings 93-110 Orlando Magic-New Jersey Nets 95-85 Boston Celtics-Charlotte Bobcats 81-83 Cleveland Cavaliers-Detroit Pistons 97-91 Miami Heat-Philadelphia 76Ers 111-99 New York Knicks-Milwaukee Bucks 96-102 Chicago Bulls-Memphis Grizzlies 99-96 Oklahoma City Thunder-Minnesota Timberwolves 111-103 Denver Nuggets-Washington Wizards 114-94 Phoenix Suns-New Orleans Hornets 100-106 Portland Trail Blazers-San Antonio Spurs 98-96 Golden State Warriors-Toronto Raptors 138-100 Los Angeles Lakers-Los Angeles Clippers 112-104 Staðan í NBA-deildinni: Smella hér Svona lítur úrslitakeppnin út núna: Smella hér
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Sjá meira