Fótbolti

Valsmenn í engum vandræðum með HK

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson hefur fundið sig vel hjá Val
Guðjón Pétur Lýðsson hefur fundið sig vel hjá Val
Valsmenn unnu góðan sigur, 4-0, gegn HK í Lengjubikarnum og trjóna því enn á toppi 2. riðils.

 

Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Val, Guðjón Pétur Lýðsson og Andri Fannar Stefánsson skoruðu sitt markið hvor.

 

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, hefur greinilega fengið menn í Valsliðið sem smellpassa í hópinn en markarskorarar dagsins komu allir til liðsins fyrir tímabilið.

 

Valur er í efsta sæti riðilsins með 15 stig en næst á eftir þeim eru Fjölnismenn og Leiknir sem eru með 10 stig.

 

Fylkismenn unnu sterkan sigur, 3-2, á Þrótturum í 3. riðlinum, en Þróttur komst í 2-0. Fylkismenn komu til baka með því að skora þrjú mörk gegn engu og því lauk leiknum með 3-2 sigri Fylkismanna.

 

Guðfinnur Ómarsson og Halldór Arnar Hilmisson skoruðu mörk Þróttara, en Albert Brynjar Ingason skoraði tvö mörk fyrir Fylki og Ingimundur Níels Óskarsson eitt í fínum sigri Árbæinga.

 

Fylkismenn eru með 10 stig í 3. riðli en Þróttarar eru án stiga og útlitið virkilega svart þar á bæ.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×