Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot 28. mars 2011 13:52 Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem gjaldþrotanefnd Danmerkur (Konkursrådet) hefur gert opinbera og sagt er frá í Jyllands Posten. Þar segir að fjöldi þeirra Dana sem fá leyfi til að verða gjaldþrota mörgum sinnum sé alltof hár. Einnig sé kostnaðurinn of hár en fram kemur í úttektinni að frá árinu 2008 hafi 40 gjaldþrotariddarar kostað danska skattinn um 700 milljónir danskra kr., eða um 14 milljarða kr., í töpuðum skatttekjum. Konkursrådet vill breytingar á gjaldþrotalöggjöf landsins þannig að þeir sem verða gjaldþrota megi ekki stunda atvinnurekstur í þrjú ár þar á eftir. Sem stendur geta þeir byrjað að nýju daginn eftir að verða gjaldþrota. Samhliða segir Konkursrådet að nauðsynlegt sé að rannsaka ítarlega um tíunda hvert gjaldþrot í Danmörku til að finna út hvort stjórn viðkomandi félags/fyrirtækis eigi að fá framangreint þriggja ára bann. Slíkt myndi þýða um 250 dómsmál á hverju ári. Hinsvegar hefði slíkur framgangsmáti sparað danska skattinum fyrrgreinda 14 milljarða á tímabilinu 2008 og fram til síðustu áramóta. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem gjaldþrotanefnd Danmerkur (Konkursrådet) hefur gert opinbera og sagt er frá í Jyllands Posten. Þar segir að fjöldi þeirra Dana sem fá leyfi til að verða gjaldþrota mörgum sinnum sé alltof hár. Einnig sé kostnaðurinn of hár en fram kemur í úttektinni að frá árinu 2008 hafi 40 gjaldþrotariddarar kostað danska skattinn um 700 milljónir danskra kr., eða um 14 milljarða kr., í töpuðum skatttekjum. Konkursrådet vill breytingar á gjaldþrotalöggjöf landsins þannig að þeir sem verða gjaldþrota megi ekki stunda atvinnurekstur í þrjú ár þar á eftir. Sem stendur geta þeir byrjað að nýju daginn eftir að verða gjaldþrota. Samhliða segir Konkursrådet að nauðsynlegt sé að rannsaka ítarlega um tíunda hvert gjaldþrot í Danmörku til að finna út hvort stjórn viðkomandi félags/fyrirtækis eigi að fá framangreint þriggja ára bann. Slíkt myndi þýða um 250 dómsmál á hverju ári. Hinsvegar hefði slíkur framgangsmáti sparað danska skattinum fyrrgreinda 14 milljarða á tímabilinu 2008 og fram til síðustu áramóta.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira