Hrafn Kristjáns: Þetta eru stríðsmenn og reynsluboltar Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 28. mars 2011 22:01 Hrafn Kristjánsson. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var ekki lengi að svara þegar hann var spurður að því eftir sigurinn gegn Keflavík hvað hann hafi verið ánægðastur með hjá sínu liði í leiknum. „Varnarleikinn í öðrum leikhluta. Við höfum átt svona leikhluta og það er unun að horfa á það,“ sagði Hrafn. KR vann 87-79 í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Keflvíkingar byrjuðu leikinn hinsvegar miklu betur og höfðu yfir 26-11 eftir fyrsta leikhluta. „Þeir byrjuðu einstaklega vel, það verður ekki tekið af þeim. Þeir voru að hitta öflugum skotum og það var hörkukraftur í þeim. Á sama tíma vorum við fullmikið til baka varnarlega og vorum að leyfa þeim að senda á milli án þess að það væri nokkur yfirdekkun eða við vorum nokkuð að koma við þá.“ „Þú leyfir ekki Magnúsi Gunnarssyni að dripla fyrir framan vítateiginn hjá þér og velja sendingar. Það verður að láta hann hafa eitthvað fyrir hlutunum. Um leið og við kipptum því í liðinn þá fór þetta að fljóta,“ sagði Hrafn en hans menn fundu taktinn í öðrum leikhluta. Hrafn er með á hreinu hvað það var sem vakti hans menn. „Það var bara fullvissan um það að þeir væru búnir að skíta laglega á sig. Þetta eru stríðsmenn og reynsluboltar og góðir körfuboltamenn. Þeir eru ekkert að fara að spila svona í 40 mínútur fyrir framan sitt eigið fólk,“ segir Hrafn. Það lið sem er fyrri til að vinna þrjá leiki fer í úrslitin en annar leikur liðanna verður í Keflavík strax á miðvikudag. „Það vinnur með okkur í þessu. Við höfum fengið að hvíla en nú taka við nokkrir leikir með stuttu millibili og það er bara glæsilegt,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var ekki lengi að svara þegar hann var spurður að því eftir sigurinn gegn Keflavík hvað hann hafi verið ánægðastur með hjá sínu liði í leiknum. „Varnarleikinn í öðrum leikhluta. Við höfum átt svona leikhluta og það er unun að horfa á það,“ sagði Hrafn. KR vann 87-79 í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Keflvíkingar byrjuðu leikinn hinsvegar miklu betur og höfðu yfir 26-11 eftir fyrsta leikhluta. „Þeir byrjuðu einstaklega vel, það verður ekki tekið af þeim. Þeir voru að hitta öflugum skotum og það var hörkukraftur í þeim. Á sama tíma vorum við fullmikið til baka varnarlega og vorum að leyfa þeim að senda á milli án þess að það væri nokkur yfirdekkun eða við vorum nokkuð að koma við þá.“ „Þú leyfir ekki Magnúsi Gunnarssyni að dripla fyrir framan vítateiginn hjá þér og velja sendingar. Það verður að láta hann hafa eitthvað fyrir hlutunum. Um leið og við kipptum því í liðinn þá fór þetta að fljóta,“ sagði Hrafn en hans menn fundu taktinn í öðrum leikhluta. Hrafn er með á hreinu hvað það var sem vakti hans menn. „Það var bara fullvissan um það að þeir væru búnir að skíta laglega á sig. Þetta eru stríðsmenn og reynsluboltar og góðir körfuboltamenn. Þeir eru ekkert að fara að spila svona í 40 mínútur fyrir framan sitt eigið fólk,“ segir Hrafn. Það lið sem er fyrri til að vinna þrjá leiki fer í úrslitin en annar leikur liðanna verður í Keflavík strax á miðvikudag. „Það vinnur með okkur í þessu. Við höfum fengið að hvíla en nú taka við nokkrir leikir með stuttu millibili og það er bara glæsilegt,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira