Íslandsmeistarar Snæfells eru með bakið upp við vegginn eftir annað tap fyrir Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.
Snæfell þarf nú að vinna þrjá leiki í röð ætli liðið sér að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar.
Stjarnan vann dramatískan sigur í öðrum leik liðanna sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ í gær.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, myndaði átökin í Garðabæ. Afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.
Körfubolti