KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. mars 2011 20:59 Marcus Walker. Mynd/Daníel KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira