Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér 11. mars 2011 10:50 Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Um 33 milljónir manna búa á stór-Tókíósvæðinu og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 32 látnir. Stefán var við vinnu í sendiráðinu þegar stærsti skjálftinn reið yfir, en klukkan í Japan er níu tímum á undan íslenskum tíma. Nokkrir stórir turnar, allt að 35 hæða, eru neðan við sendiráðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð þá sveiflast til í jarðskjálfta," segir Stefán. Þó hann hafi upplifað jarðskjálfta á Íslandi tók það nokkuð á að finna fyrir þessum stóra skjálfta. „Maður verður svona frekar hjálparlaus," segir Stefán. Klukkan í Tókíó er 9 tímum á undan íslenskum tíma og því er farið að kvölda þar. Stefán leggur áherslu á að ná sambandi við sem allra flesta Íslendinga á svæðinu fyrir nóttina, og bendir á þjónustusíma íslenska utanríkisráðuneytisins, 5459900. Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Um 33 milljónir manna búa á stór-Tókíósvæðinu og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 32 látnir. Stefán var við vinnu í sendiráðinu þegar stærsti skjálftinn reið yfir, en klukkan í Japan er níu tímum á undan íslenskum tíma. Nokkrir stórir turnar, allt að 35 hæða, eru neðan við sendiráðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð þá sveiflast til í jarðskjálfta," segir Stefán. Þó hann hafi upplifað jarðskjálfta á Íslandi tók það nokkuð á að finna fyrir þessum stóra skjálfta. „Maður verður svona frekar hjálparlaus," segir Stefán. Klukkan í Tókíó er 9 tímum á undan íslenskum tíma og því er farið að kvölda þar. Stefán leggur áherslu á að ná sambandi við sem allra flesta Íslendinga á svæðinu fyrir nóttina, og bendir á þjónustusíma íslenska utanríkisráðuneytisins, 5459900.
Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01
Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35
Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28
Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51