Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi 12. mars 2011 13:21 Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Geislavarnir ríkisins hafa fylgst með þróun þessa máls í samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og norrænar geislavarnastofnanir síðan jarðskjálftinn varð þar í gær. Sigurður Emil Pálsson eðlisfræðingur hjá stofnuninni segir hættuna nú vera á kjarnorkubráðnun í verinu ef að hlífðarhjúpur kjarnakljúfsins bregst. „Þangað til að þeim tekst að kæla kjarnaklúfinn og ná fullum tökum á kælingunni þá getur kljúfurinn haldið áfram að hitna og þá getur það leitt til ofhitnunar á eldsneytinu. Jafnvel þótt það gerist þá þarf það eitt ekki að þýða að afleiðingarnar verði alvarlegar því að kjarnakljúfar eru hannaðir fyrir svona slys, þetta er algengasta gerð slysa sem að kjarnorkuverkfræðingar hafa miðað við síðustu áratugi," segir Sigurður Emil. Hann segir samsvarandi slys og varð í Tjernobyl geti ekki orðið þar sem uppbygging versins er allt önnur. Sambærilegasta dæmið sé slys sem varð í kjarnorkuveri á þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. „Þar einmitt virkaði þessi hlífðarhjúpur þannig að efnin bárust ekki til umhverfis þótt að eldsneytið skemmtist vegna ofhitnunar," segir hann. Alvarlegt slys er mögulegt í kjarnorkuverinu í Japan, en það myndi þá hegða sér öðruvísi, gerast hægar og leiða til mun minni losunar geislavirkra efna til umhverfis, jafnvel þótt hlífðarkápa myndi bregðast. „Enn sem komið er þá höfum við ekki ástæðu til þess að ætla að jafnvel þótt þetta færi á versta veg að hjúpurinn myndi ekki virka, það getur eitthvað af efnum sloppið til umhverfis en enn sem komið þá eru ekki vísbendingar um að það verði heilsufarslega alvarlegt," segir Sigurður Emil. Hafa skal þó í huga að upplýsingar um sprenginguna í morgun eru enn að berast frá kjarnorkuverinu og því ekki hægt að fullyrða um hverjar afleiðingarnar verða segir Sigurður.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira