Viðskipti erlent

Krafa um að bresk skýrsla um íslensku bankanna verði opinber

Tony Shearer fyrrum bankastjóri Singer & Friedlander bankans í London krefst þess að gerð verði opinber skýrsla sem breska fjármálaeftirlitið FSA gerði um fall Kaupþing og Landsbankans.

Þetta kemur fram í bréfi Shearer til blaðsins Telegraph.  Í bréfinu gagnrýnir Shearer FSA og aðrar breskar eftirlitsstofnanir harðlega og segir að þær hafi ekkert lært af íslenska bankahruninu. Það sé orðið tímabært að birta fyrrgreinda skýrslu svo að stjórnvöld geti gert sér grein fyrir því til hvaða ráðstafana beri að grípa til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Shearer segir að bresk stjórnvöld hafi ekki sýnt neinn áhuga á að taka á þeim vandamálum sem hrun banka á borð við Royal Bank of Scotland og Kaupþíngs hafi valdið í Bretlandi. Menn hafi ekkert lært þar sem engin rannsókn hafi farið fram.

Shearer gagnrýndi kaup Kaupþings á Singer & Friedlander harðlega árið 2005 og sagði þá að Kaupþingsmenn væri ekki hæfir til að reka breska bankann. Þetta afgreiddu Kaupþingsmenn með því að segja að Shearer væri hörundsár yfir því að hafa ekki haldið bankastjórastöðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×