Lán eða ólán Jónína Michaelsdóttir skrifar 15. mars 2011 06:00 Lífið er skrýtinn skóli og skemmtilegur, en líka flókinn og erfiður þegar því er að skipta. Eitt af því sem lífið kennir er að við getum aldrei vitað hvort það sem hendir okkur er lán eða ólán, þegar til lengri tíma er litið. Óvænt áfall getur snúist upp í að vera það besta sem komið gat fyrir viðkomandi, rétt eins og upphefð, auður og vinsældir geta horfið á einni nóttu og breyst í andhverfu sína. Þeir sem fljúga hæst koma oft harðast niður. En þá er að vinna úr því. Lífið heldur áfram. Ég man eftir karlmanni sem var í góðri stöðu og naut sín mjög vel í því hlutverki. Þegar honum var sagt upp störfum kom það honum í opna skjöldu. Tilveran hrundi. Vegna þess hvað hann var vel þekktur í viðskiptalífinu, gat hann ekki hugsað sér að ganga milli manna og sækja um vinnu. Eftir nokkurn tíma afréð hann því að stofna fyrirtæki sjálfur. Slíkt hafði ekki hvarflað að honum áður. En þessi uppsögn reyndist lán í óláni, því að fyrirtækið óx og dafnaði og maðurinn nýtur sín sem aldrei fyrr. Líka eru dæmi eru um það að fólk sem veikist alvarlega, er jafnvel við dauðans dyr en nær sér aftur, nýtur þess að vera til með allt öðrum hætti en áður. Lifir mun auðugra lífi. Tekur ekki fyrir sjálfsagðan hlut að vakna heilbrigt á morgnana, ekki heldur að eiga góða fjölskyldu og vini. Sér náttúruna og umhverfið nýjum augum og þakkar fyrir hvern dag. Vitundin er næmari, og betra að vera til. Veikindin voru því ekki endilega ólán þegar upp var staðið.Dagur eftir þennan dag Hamingjutinda tilverunnar er yfirleitt ekki að finna í auði og völdum, þó að til séu þeir sem þrá ekkert heitar. Flestir vilja búa við efnahagslegt og tilfinningalegt öryggi. Öðrum nægir það ekki. Hjónaskilnaðir hafa aukist til mikilla muna á síðustu áratugum. Það sem áður var undantekning, er nú sjálfsagður valkostur. Hamingjusama parið sem fagnaði giftingu sinni í skartklæðum með vinum og ættingjum, horfði björtum augum á framtíðina. Sú framtíð verður kannski fáein ár. Oftar en ekki er ákvörðun um skilnað tekinn af öðrum aðilanum, sem tilkynnir maka sínum að partíið sé búið. Og makinn fær áfall. Vissi ekki betur en þau væru saman á leið inn í framtíðina. Sá sem vill skilja er gjarnan búinn að ganga með það lengi í huganum og búinn búinn að stilla sig inn á breyttar aðstæður, meðan makinn er alveg grunlaus um að eitthvað sé að. Auðvitað er enginn hjónaskilnaður eins. Stundum er gott samkomulag og hjónin á einu máli um að þetta sé rétta leiðin, en hitt er ótrúlega algengt. Botnlaus óvirðing. Oftast sprottin úr vanhæfni í mannlegum samskiptum. En það kemur dagur eftir þennan dag. Ég þekki þó nokkuð marga sem hrundu niður eftir slíkan skilnað, en hafa náð vopnum sínum og vel það. Og ég hef heyrt fleiri en einn segja, hálfundrandi sjálfir: Ég hefði aldrei haft frumkvæði að skilnaði, en ég finn núna að þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig!Hendingu háð Þó að íslensk þjóð hafi ekki góða reynslu vinstri stjórnum gegnum tíðina, þá fannst manni rökrétt að slík stjórn sýndi hvað hún gæti eftir langa setu hægri manna í ríkisstjórn. Það væri hollt fyrir alla aðila. Þjóðin þekkti Jóhönnu og Steingrím, og maður taldi sig vita hvers mætti vænta af þeim og þeirra fólki. Þá vissi ég ekki að þetta væri sérvitringasöfnuður. Ekki heldur að stjórnunin yrði hendingu háð. En ég veit það núna. Og þjóðin öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Lífið er skrýtinn skóli og skemmtilegur, en líka flókinn og erfiður þegar því er að skipta. Eitt af því sem lífið kennir er að við getum aldrei vitað hvort það sem hendir okkur er lán eða ólán, þegar til lengri tíma er litið. Óvænt áfall getur snúist upp í að vera það besta sem komið gat fyrir viðkomandi, rétt eins og upphefð, auður og vinsældir geta horfið á einni nóttu og breyst í andhverfu sína. Þeir sem fljúga hæst koma oft harðast niður. En þá er að vinna úr því. Lífið heldur áfram. Ég man eftir karlmanni sem var í góðri stöðu og naut sín mjög vel í því hlutverki. Þegar honum var sagt upp störfum kom það honum í opna skjöldu. Tilveran hrundi. Vegna þess hvað hann var vel þekktur í viðskiptalífinu, gat hann ekki hugsað sér að ganga milli manna og sækja um vinnu. Eftir nokkurn tíma afréð hann því að stofna fyrirtæki sjálfur. Slíkt hafði ekki hvarflað að honum áður. En þessi uppsögn reyndist lán í óláni, því að fyrirtækið óx og dafnaði og maðurinn nýtur sín sem aldrei fyrr. Líka eru dæmi eru um það að fólk sem veikist alvarlega, er jafnvel við dauðans dyr en nær sér aftur, nýtur þess að vera til með allt öðrum hætti en áður. Lifir mun auðugra lífi. Tekur ekki fyrir sjálfsagðan hlut að vakna heilbrigt á morgnana, ekki heldur að eiga góða fjölskyldu og vini. Sér náttúruna og umhverfið nýjum augum og þakkar fyrir hvern dag. Vitundin er næmari, og betra að vera til. Veikindin voru því ekki endilega ólán þegar upp var staðið.Dagur eftir þennan dag Hamingjutinda tilverunnar er yfirleitt ekki að finna í auði og völdum, þó að til séu þeir sem þrá ekkert heitar. Flestir vilja búa við efnahagslegt og tilfinningalegt öryggi. Öðrum nægir það ekki. Hjónaskilnaðir hafa aukist til mikilla muna á síðustu áratugum. Það sem áður var undantekning, er nú sjálfsagður valkostur. Hamingjusama parið sem fagnaði giftingu sinni í skartklæðum með vinum og ættingjum, horfði björtum augum á framtíðina. Sú framtíð verður kannski fáein ár. Oftar en ekki er ákvörðun um skilnað tekinn af öðrum aðilanum, sem tilkynnir maka sínum að partíið sé búið. Og makinn fær áfall. Vissi ekki betur en þau væru saman á leið inn í framtíðina. Sá sem vill skilja er gjarnan búinn að ganga með það lengi í huganum og búinn búinn að stilla sig inn á breyttar aðstæður, meðan makinn er alveg grunlaus um að eitthvað sé að. Auðvitað er enginn hjónaskilnaður eins. Stundum er gott samkomulag og hjónin á einu máli um að þetta sé rétta leiðin, en hitt er ótrúlega algengt. Botnlaus óvirðing. Oftast sprottin úr vanhæfni í mannlegum samskiptum. En það kemur dagur eftir þennan dag. Ég þekki þó nokkuð marga sem hrundu niður eftir slíkan skilnað, en hafa náð vopnum sínum og vel það. Og ég hef heyrt fleiri en einn segja, hálfundrandi sjálfir: Ég hefði aldrei haft frumkvæði að skilnaði, en ég finn núna að þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig!Hendingu háð Þó að íslensk þjóð hafi ekki góða reynslu vinstri stjórnum gegnum tíðina, þá fannst manni rökrétt að slík stjórn sýndi hvað hún gæti eftir langa setu hægri manna í ríkisstjórn. Það væri hollt fyrir alla aðila. Þjóðin þekkti Jóhönnu og Steingrím, og maður taldi sig vita hvers mætti vænta af þeim og þeirra fólki. Þá vissi ég ekki að þetta væri sérvitringasöfnuður. Ekki heldur að stjórnunin yrði hendingu háð. En ég veit það núna. Og þjóðin öll.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun