Viðskipti erlent

Markaðir í Japan tóku aðra dýfu í nótt

Markaðir í Japan tóku aðra stóra dýfu í nótt og féll Nikkei vísitalan um rúmlega 4%. Aðrir markaðir í Asíu lokuðu einnig í rauðum tölum í morgun.

Á sama tíma og hlutabréf hríðfalla í Japan hefur japanska jenið styrkst verulega og hefur nú ekki verið sterkara gagnvart dollaranum í tæp 60 ár. Þetta skýrist meðal annars af því að Japanir hafa verið að losa sig úr vaxtamunasamningum í öðrum löndum til að mæta kostnaði við uppbygginguna sem framundan er í landinu. Þetta veldur aukinni eftirspurn eftir jenum og þar með styrkist gengið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×