Viðskipti erlent

Tchenguiz tapaði milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vincent Tchenguiz má muna fífil sinn fegurri.
Vincent Tchenguiz má muna fífil sinn fegurri.
Vincent Tchenguiz, sem handtekinn var í síðustu viku vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á hruni Kaupþings, tapaði 43 milljónum sterlingspunda í fyrra. Upphæðin nemur um átta milljörðum íslenskra króna.

Ástæðan er meðal annars rúmlega 32 milljóna sterlingspunda lán sem eitt af fyrirtækjum Vincents, Vincos, gekk í ábyrgð fyrir. Það var fyrirtækið Aztec Acquisitions sem tók lánið. Fréttavefurinn This is Money segir að Aztec sé eitt fjögurra fyrirtækja Tchenguiz fjölskyldunnar sem hafi farið í greiðslustöðvun í vikunni.

This is Money segir þó að einn ljós punktur sé í tilveru Tchenguiz bræðranna um þessar mundir. Dómstóll í Bretlandi hafi nýlega hafnað frávísunarkröfu í máli Tchenguiz bræðranna gegn Kaupþingi, en það var lögmaður Kaupþings sem setti kröfuna fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×