Umfjöllun: Öruggur sigur Keflavíkur í fyrsta leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2011 20:56 Hörður Axel Vilhjálmsson. Mynd/Daníel Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik með Keflavík í kvöld en hann endaði leikinn með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Andrija Ciric var með 24 stig, Thomas Sanders bætti við 22 stigum og 11 fráköstum og Sigruður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Kelly Biedler skoraði 23 stig fyrir ÍR-liðið og þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta voru báðir með 22 stig. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu og eru ÍR-ingar komnir með líkamann upp að vegg þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri þar til að knýja fram oddaleik. Leikurinn var hnífjafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að halda forystunni allt þar til Keflavík náði ágætis kafla rétt undir lok leikhlutans og tók 28-22 forystu í annan leikhluta. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir ÍR-inga þegar Keflavík skoruðu fyrstu fimm stig annars leikhluta. Þá tóku þeir hinsvegar leikhlé og leikur þeirra stórbatnaði við það og tók við góður 14-2 kafli og náðu þeir forystunni um tíma. Keflvíkingar svöruðu þó með 8-0 kafla rétt fyrir leikhlé og virtust ætla að taka tíu stiga forskot í hálfleik en Kelly Biedler setti niður þrist með flautukörfu sem lagaði stöðu þeirra. Biedler var stigahæsti leikmaður ÍR með 14 stig í fyrri hálfleik en næstur kom Nemanja Sovic með 12 stig. Í liði Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur með 13 stig og 5 fráköst, næstur kom Andrija Ciric með 12 og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.´ Keflavík byrjuðu þriðja leikhluta af miklum ákafa og héldu áfram að pressa stíft á ÍR-ingana sem skilaði sér í að forskot þeirra jókst sífellt á meðan leið á leikhlutann. Þeir tóku 86-71 forystu í fjórða leikhluta. Sama var upp á teningunum í fjórða leikhluta, Keflvíkingar juku sífellt mun sinn og unnu á lokunum öruggan sigur 115 - 93. Keflavík-ÍR 115-93 (28-22, 26-25, 32-24, 29-22)Keflavík: Andrija Ciric 24/7 fráköst, Thomas Sanders 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2.ÍR: Kelly Biedler 23/5 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, James Bartolotta 22, Níels Dungal 9/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Friðriksson 4, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Þór Fritzson 2, Tómas Aron Viggóson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik með Keflavík í kvöld en hann endaði leikinn með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Andrija Ciric var með 24 stig, Thomas Sanders bætti við 22 stigum og 11 fráköstum og Sigruður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Kelly Biedler skoraði 23 stig fyrir ÍR-liðið og þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta voru báðir með 22 stig. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu og eru ÍR-ingar komnir með líkamann upp að vegg þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri þar til að knýja fram oddaleik. Leikurinn var hnífjafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að halda forystunni allt þar til Keflavík náði ágætis kafla rétt undir lok leikhlutans og tók 28-22 forystu í annan leikhluta. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir ÍR-inga þegar Keflavík skoruðu fyrstu fimm stig annars leikhluta. Þá tóku þeir hinsvegar leikhlé og leikur þeirra stórbatnaði við það og tók við góður 14-2 kafli og náðu þeir forystunni um tíma. Keflvíkingar svöruðu þó með 8-0 kafla rétt fyrir leikhlé og virtust ætla að taka tíu stiga forskot í hálfleik en Kelly Biedler setti niður þrist með flautukörfu sem lagaði stöðu þeirra. Biedler var stigahæsti leikmaður ÍR með 14 stig í fyrri hálfleik en næstur kom Nemanja Sovic með 12 stig. Í liði Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur með 13 stig og 5 fráköst, næstur kom Andrija Ciric með 12 og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.´ Keflavík byrjuðu þriðja leikhluta af miklum ákafa og héldu áfram að pressa stíft á ÍR-ingana sem skilaði sér í að forskot þeirra jókst sífellt á meðan leið á leikhlutann. Þeir tóku 86-71 forystu í fjórða leikhluta. Sama var upp á teningunum í fjórða leikhluta, Keflvíkingar juku sífellt mun sinn og unnu á lokunum öruggan sigur 115 - 93. Keflavík-ÍR 115-93 (28-22, 26-25, 32-24, 29-22)Keflavík: Andrija Ciric 24/7 fráköst, Thomas Sanders 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2.ÍR: Kelly Biedler 23/5 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, James Bartolotta 22, Níels Dungal 9/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Friðriksson 4, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Þór Fritzson 2, Tómas Aron Viggóson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira