„Þetta var mjög slöpp byrjun og við vorum sjálfum okkur verstir í dag, það er alveg óhætt að segja það," sagði Sveinbörn Claessen, leikmaður ÍR eftir tap í Toyota höllinni í kvöld.
„Það er alltaf gaman að spila hérna og það verður ekki tekið af þeim að þeir voru virkilega góðir hérna í dag. Það sem ég var svekktastur með að þetta var það slök frammistaða hjá okkur að ég var farinn að vorkenna áhorfendunum á tímabili," sagði Sveinbjörn.
„Núna er það bara allt eða ekkert. Við þurfum að klára Keflavík ef við ætlum að fara eitthvað í þessari úrslitakeppni. Það er því ekkert annað í boði í næsta leik en sigur og ég get lofað þér því að það verður brjáluð barátta í mér og mínum mönnum," sagði Sveinbjörn.
„Við ætlum að koma hingað aftur í næstu viku. Það hefði verið gaman að klára þetta í tveimur leikjum en úr þessu ætlum við að klára þetta í þremur," sagði Sveinbjörn.
Körfubolti