NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2011 09:00 Channing Frye. Mynd/AP Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Channing Frye hafði aldrei skorað sigurkörfu á síðustu sekúndunum fyrir þremur dögum en hefur nú tryggt Phoenix sigur tvö kvöld í röð. Frye skoraði þriggja stiga körfu 6,6 sekúndum fyrir leikslok í 104-103 sigri Phoenix Suns í framlengingu á móti New Jersey Nets. Þetta var fyrsti heimaleikurinn hjá Deron Williams síðan að hann kom til New Jersey en Williams átti lokaskot leiksins og klikkaði. „Herra Stórskota-Frye," skaut Grant Hill á Frye þegar Frye var í viðtali eftir leikinn. „Ég var hetjan í gær og hefði verið skúrkurinn í dag. Ég hafði engu að tapa, hafði bara trú á sjálfum mér og reyndi bara að fría mig og ná góðu skoti," sagði Frye sem var aðeins með fjögur stig í leiknum fyrir þetta frábæra lokaskot sitt. Marcin Gortat var með 17 stig fyrir Phoenix, Hakim Warrick skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og Steve Nash bætti við 10 stigum og 15 stoðsendingum. Williams var með 13 stig og 18 stoðsendingar en Nets er búið að tapa sex leikjum í röð og öllum þremur leikjunum síðan að Williams kom til liðsins. Brook Lopez skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Anthony Morrow var með 22 stig.Mynd/APLuol Deng og Derrick Rose skoruðu báðir 21 stig þegar Chicago Bulls vann 105-77 sigur á Washington Wizards en Chicago er nú bara einum leik á eftir Miami Heat í baráttunni um annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var þriðji sigur Bulls-liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Rose gaf einnig 9 stoðsendingar, Joakim Noah var með 19 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer bætti við 12 stigum og 10 fráköstum. Andray Blatche skoraði 15 stig í sjötta tapi Washington í röð. Ray Allen skoraði 25 stig og Paul Pierce var með 21 stig þegar Boston Celtics vann 107-102 útisigur á Utah Jazz en þetta var sjötta heimatap Utah-liðsins í röð, lengsta taphrina þess í Salt Lake City síðan 1982. Al Jefferson var með 29 stig og 19 fráköst hjá Utah.Mynd/APGömlu New York mennirnir Raymond Felton og Wilson Chandler skoruðu saman 31 stig þegar Denver Nuggets vann 100-90 sigur á Atlanta Hawks. Denver hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum síðan liðið skipti Carmelo Anthony til New York. J.R. Smith skoraði 19 stig fyrir Denver, Felton var með 16 stig, Chandler skoraði 15 stig og Kenyon Martin var með 14 stig og 11 fráköst. Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Marcus Thornton skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á Los Angeles Clippers. Stuðningsmenn Sacramento troðfylltu höllina í aðeins annað skiptið á tímabilinu en það er orðrómur um að eigendurnir ætli að flytja félagið til Anaheim. Stuðningsfólkið kallaði „Hér verðum við" allan leikinn en Kings hafa verið í Sacramento síðan 1985-86 tímabilið. Beno Udrih var með 19 stig fyrir Sacramento en hjá Clippers var Blake Griffin með 27 stig og 12 fráköst og Randy Foye skoraði 23 stig í fimmta tapleik Los Angeles Clippers í röð. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Phoenix Suns 103-104 (framlengt) Washington Wizards-Chicago Bulls 77-105 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 100-90 Utah Jazz-Boston Celtics 102-107 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 105-99 NBA Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Channing Frye hafði aldrei skorað sigurkörfu á síðustu sekúndunum fyrir þremur dögum en hefur nú tryggt Phoenix sigur tvö kvöld í röð. Frye skoraði þriggja stiga körfu 6,6 sekúndum fyrir leikslok í 104-103 sigri Phoenix Suns í framlengingu á móti New Jersey Nets. Þetta var fyrsti heimaleikurinn hjá Deron Williams síðan að hann kom til New Jersey en Williams átti lokaskot leiksins og klikkaði. „Herra Stórskota-Frye," skaut Grant Hill á Frye þegar Frye var í viðtali eftir leikinn. „Ég var hetjan í gær og hefði verið skúrkurinn í dag. Ég hafði engu að tapa, hafði bara trú á sjálfum mér og reyndi bara að fría mig og ná góðu skoti," sagði Frye sem var aðeins með fjögur stig í leiknum fyrir þetta frábæra lokaskot sitt. Marcin Gortat var með 17 stig fyrir Phoenix, Hakim Warrick skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og Steve Nash bætti við 10 stigum og 15 stoðsendingum. Williams var með 13 stig og 18 stoðsendingar en Nets er búið að tapa sex leikjum í röð og öllum þremur leikjunum síðan að Williams kom til liðsins. Brook Lopez skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Anthony Morrow var með 22 stig.Mynd/APLuol Deng og Derrick Rose skoruðu báðir 21 stig þegar Chicago Bulls vann 105-77 sigur á Washington Wizards en Chicago er nú bara einum leik á eftir Miami Heat í baráttunni um annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var þriðji sigur Bulls-liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Rose gaf einnig 9 stoðsendingar, Joakim Noah var með 19 stig og 11 fráköst og Carlos Boozer bætti við 12 stigum og 10 fráköstum. Andray Blatche skoraði 15 stig í sjötta tapi Washington í röð. Ray Allen skoraði 25 stig og Paul Pierce var með 21 stig þegar Boston Celtics vann 107-102 útisigur á Utah Jazz en þetta var sjötta heimatap Utah-liðsins í röð, lengsta taphrina þess í Salt Lake City síðan 1982. Al Jefferson var með 29 stig og 19 fráköst hjá Utah.Mynd/APGömlu New York mennirnir Raymond Felton og Wilson Chandler skoruðu saman 31 stig þegar Denver Nuggets vann 100-90 sigur á Atlanta Hawks. Denver hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum síðan liðið skipti Carmelo Anthony til New York. J.R. Smith skoraði 19 stig fyrir Denver, Felton var með 16 stig, Chandler skoraði 15 stig og Kenyon Martin var með 14 stig og 11 fráköst. Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Marcus Thornton skoraði 16 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á Los Angeles Clippers. Stuðningsmenn Sacramento troðfylltu höllina í aðeins annað skiptið á tímabilinu en það er orðrómur um að eigendurnir ætli að flytja félagið til Anaheim. Stuðningsfólkið kallaði „Hér verðum við" allan leikinn en Kings hafa verið í Sacramento síðan 1985-86 tímabilið. Beno Udrih var með 19 stig fyrir Sacramento en hjá Clippers var Blake Griffin með 27 stig og 12 fráköst og Randy Foye skoraði 23 stig í fimmta tapleik Los Angeles Clippers í röð. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Phoenix Suns 103-104 (framlengt) Washington Wizards-Chicago Bulls 77-105 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 100-90 Utah Jazz-Boston Celtics 102-107 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 105-99
NBA Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira