Vettel býst við 3-4 þjónustuhléum í Formúlu 1 mótum 2. mars 2011 16:11 Sebastian Vettel og Red Bull á æfingu í Barcelona, en keppnislið eiga eftir að æfa þar í nokkra daga í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira