Fótbolti

FH hafði betur gegn Grindavík í Lengjubikarnum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gunnar Már skoraði sigurmark FH gegn Grindavík.
Gunnar Már skoraði sigurmark FH gegn Grindavík.
FH hefur unnið alla þrjá leiki sína í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. FH hafði betur gegn Grindvík, 1-2, í Reykjaneshöllinni í dag.

Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður FH, fór illa með vítaspyrnu eftir um hálftíma leik og skaut hátt yfir markið. Jamie McCunnie kom Grindavík yfir úr vítaspyrnu 43. mínútu eftir að Scott Ramsey var felldur innan vítateigs.

Atli Guðnason jafnaði metinn eftir um klukkutíma leik og skömmu seinna fékk Paul McShane að líta rauða spjaldið. Gunnar Már Guðmundsson skoraði sigurmark FH þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og bætti þar með fyrir slaka vítaspyrnu fyrr í leiknum.

FH er á toppi riðils-3 með níu stig eftir þrjá leiki en Grindavík er með þrjú stig, einnig eftir þrjá leiki. Upplýsingar um markaskor eru fengar af Fótbolti.net

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×