Snæfell deildarmeistari og KR steinlá fyrir ÍR Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. mars 2011 21:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Snæfell er deildarmeistari í Iceland Express deild karla eftir sigur á heimavelli gegn Hamar, 76-64. Á sama tíma steinlá KR fyrir ÍR í Seljaskóla, 124-94, og þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari. Mikil spenna var í leik Snæfells og Hamar framan af enda leikurinn mikilvægur fyrir bæði lið. Hamar er í harðri fallbaráttu og verður að treysta á að Fjölnir tapi fyrir Grindavík á morgun til að halda lífi sínu í deildinni. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur í liði Snæfells með 16 stig og Jón Ólafur Jónsson skoraði 13 stig og tók 16 fráköst. Hjá Hamar var Devin Sweetney atkvæðamestur með 24 stig og 8 fráköst. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn ÍR í Seljaskóla. ÍR-ingar kjöldrógu KR-inga og unnu leikinn með 29 stigum, 124-95. Þetta er annar tapleikur KR í röð sem nú getur best orðið í öðru sæti deildarinnar. James Bartolotta var atkvæðamestur í liði ÍR með 33 stig og sex stoðsendingar. Eiríkur Önundarson skoraði 24 stig og Kelly Biedler skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Marcus Walker dró vagninn hjá KR og skoraði 31 stig. Ljóst er að fjarvera Fannars Ólafssonar hefur veikt KR-liðið nokkuð. Fyrir vestan vann KFÍ nokkuð óvæntan sigur á Njarðvík, 102-97 í spennandi leik. Richard McNutt var stigahæstur hjá heimamönnum með 24 stig og 9 fráköst en hjá Njarðvíkingum var það Jóhann Ólafsson sem lék best og skoraði 31 stig auk þess að taka 8 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Snæfell er deildarmeistari í Iceland Express deild karla eftir sigur á heimavelli gegn Hamar, 76-64. Á sama tíma steinlá KR fyrir ÍR í Seljaskóla, 124-94, og þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari. Mikil spenna var í leik Snæfells og Hamar framan af enda leikurinn mikilvægur fyrir bæði lið. Hamar er í harðri fallbaráttu og verður að treysta á að Fjölnir tapi fyrir Grindavík á morgun til að halda lífi sínu í deildinni. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur í liði Snæfells með 16 stig og Jón Ólafur Jónsson skoraði 13 stig og tók 16 fráköst. Hjá Hamar var Devin Sweetney atkvæðamestur með 24 stig og 8 fráköst. KR-ingar náðu sér aldrei á strik gegn ÍR í Seljaskóla. ÍR-ingar kjöldrógu KR-inga og unnu leikinn með 29 stigum, 124-95. Þetta er annar tapleikur KR í röð sem nú getur best orðið í öðru sæti deildarinnar. James Bartolotta var atkvæðamestur í liði ÍR með 33 stig og sex stoðsendingar. Eiríkur Önundarson skoraði 24 stig og Kelly Biedler skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Marcus Walker dró vagninn hjá KR og skoraði 31 stig. Ljóst er að fjarvera Fannars Ólafssonar hefur veikt KR-liðið nokkuð. Fyrir vestan vann KFÍ nokkuð óvæntan sigur á Njarðvík, 102-97 í spennandi leik. Richard McNutt var stigahæstur hjá heimamönnum með 24 stig og 9 fráköst en hjá Njarðvíkingum var það Jóhann Ólafsson sem lék best og skoraði 31 stig auk þess að taka 8 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira