Hinn skrautlegi eigandi Dallas, Mark Cuban, er í viðræðum við leikarann Charlie Sheen um að gera sjónvarpsþátt en óhætt er að segja að Sheen sé á allra vörum þessa dagana.
"Það hafa allir mikinn áhuga á Sheen og við erum alltaf að leita að áhugaverðum hlutum til að gera," sagði Cuban sem á kapalsjónvarpsstöð.
Sheen hefur farið mikinn í viðtölum síðustu daga og helstu tískuorð dagsins eru komin frá honum. Nægir þar að nefna orðin "winning" og "tigerblood".
Sheen hefur náð ótrúlegum vinsældum á Twitter- samskiptasíðunni. Á einum sólarhring fór ein milljón manna að fylgjast með honum á Twitter en í dag fylgjast tvær milljónir manna með því sem Sheen er að gera á síðunni.
Það sem Sheen og Cuban eru að ræða er hvort þátturinn eigi að vera raunveruleikaþáttur eða spjallþáttur. Cuban er þegar byrjaður að taka upp efni á líflegu heimili Sheen sem hann deilir með tveim kærustum.
Körfubolti