Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM.
Þetta er einn af úrslitaleikjunum í riðlinum en Ísland og Þýskaland berjast við Austurríki um tvö laus sæti í úrslitakeppni EM í Serbíu á næsta ári.
Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða á leikinn og það er orðið nokkuð ljóst að það verður uppselt á leikinn sem hefst klukkan 19.45 í kvöld.
Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
