Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 10:30 Landsliðsþjálfarinn í fótbolta er marghamur. vísir/stefán Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram. Framarar eigast í dag við Valsmenn í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en Einar segir að hugarfar leikmanna muni ráða miklu í leiknum í dag. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og eru bæði vel skipulögð og kunna handbolta út í gegn. Þetta mun því snúast um hugarfarið og hvernig leikmenn mæta stemmdir í leikinn. Það lið sem er betur búið í þá barátta mun vinna leikinn," sagði Einar í samtali við Vísi en leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag. Fram hafði betur gegn Val í bikarúrslitunum í fyrra. „Við gerðum þetta með mjög skipulögðum og öflugum hætti í fyrra og gerum þetta með svipuðum hætti nú. Hugarþjálfun er jafn mikilvæg og að þjálfa varnarleikinn eða leikkerfi í sókninni. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í íþróttum í dag." „Við höfum fengið aðstoð frá Sigurði Ragnari meðal annarra en hann er mjög vel að sér í þessum málum. Hann hefur reynst okkur mjög vel." Valsmenn hafa þó oftar haft betur gegn Fram í leikjum liðanna að undanförnu og eru nú handhafar allra titlanna fyrir utan bikarinn. Einar hefur oft átt erfitt með að hemja skapið eftir rimmur þessara liða og var til að mynda dæmdur í þriggja leikja bann eftir úrslitakeppnina í fyrra. „Skapið getur bæði verið kostur og galli. Menn leggja miklar tilfinningar í þetta, bæði hjarta og sál. Auðvitað getur maður verið tapsár enda erfitt að tapa. Ég held nú yfirleitt haus í leikjunum sjálfum en svo getur maður misst sig eftir þá. Þetta brýst svona út hjá mér og öðruvísi hjá öðrum." „En kannski hefur maður þroskast með aldrinum og það gæti hjálpað til," sagði Einar og brosti. Íslenski handboltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram. Framarar eigast í dag við Valsmenn í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en Einar segir að hugarfar leikmanna muni ráða miklu í leiknum í dag. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og eru bæði vel skipulögð og kunna handbolta út í gegn. Þetta mun því snúast um hugarfarið og hvernig leikmenn mæta stemmdir í leikinn. Það lið sem er betur búið í þá barátta mun vinna leikinn," sagði Einar í samtali við Vísi en leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag. Fram hafði betur gegn Val í bikarúrslitunum í fyrra. „Við gerðum þetta með mjög skipulögðum og öflugum hætti í fyrra og gerum þetta með svipuðum hætti nú. Hugarþjálfun er jafn mikilvæg og að þjálfa varnarleikinn eða leikkerfi í sókninni. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í íþróttum í dag." „Við höfum fengið aðstoð frá Sigurði Ragnari meðal annarra en hann er mjög vel að sér í þessum málum. Hann hefur reynst okkur mjög vel." Valsmenn hafa þó oftar haft betur gegn Fram í leikjum liðanna að undanförnu og eru nú handhafar allra titlanna fyrir utan bikarinn. Einar hefur oft átt erfitt með að hemja skapið eftir rimmur þessara liða og var til að mynda dæmdur í þriggja leikja bann eftir úrslitakeppnina í fyrra. „Skapið getur bæði verið kostur og galli. Menn leggja miklar tilfinningar í þetta, bæði hjarta og sál. Auðvitað getur maður verið tapsár enda erfitt að tapa. Ég held nú yfirleitt haus í leikjunum sjálfum en svo getur maður misst sig eftir þá. Þetta brýst svona út hjá mér og öðruvísi hjá öðrum." „En kannski hefur maður þroskast með aldrinum og það gæti hjálpað til," sagði Einar og brosti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira