Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í úrslitum Eimskipsbikar kvenna sem hefst klukkan 13.30.
Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Fram - Valur.
Þessi tvö lið hafa barist um flesta titla á Íslandi undanfarin ár en Fram er núverandi bikarmeistari. Valur er hins vegar handhafi allra annarra titla sem í boði eru.
Valur hefur unnið allar þrjár viðureignir liðanna á núverandi tímabili en Framarar munu þó vafalítið selja sig dýrt í dag.
Í beinni: Fram - Valur

Tengdar fréttir

Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum
Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram.

Stefán: Höfum gert litlu hlutina betur
Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, segir að það séu litlu atriðin sem skipta oft miklu máli þegar rimmur Fram og Vals eru gerðar upp.

Hrafnhildur: Viljum fá alla titlana á Hlíðarenda
Valur er getur í dag orðið bikarmeistari kvenna í handbolta og þar með verið handhafi allra titlanna sem í boði eru samtímis.

Valur hefur unnið sjö af ellefu leikjum
Valur og Fram hafa mæst ellefu sinnum á síðustu tveimur tímabilum og hafa Valsmenn sjö sinnum borið sigur úr býtum.

Ásta Birna: Viljum halda bikarnum
Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni.