Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna 18. febrúar 2011 14:52 Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira