Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:30 Ólafur Ólafsson. Mynd/Daníel KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira