KR-ingar urðu í dag bikarmeistarar karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 94-72.
Það var frábær stemning í Laugardalshöllinni þar sem leikurinn fór fram en fjölmargir stuðningsmenn beggja liða létu mikið í sér heyra allan leikinn.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna á filmu.
