NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2010 09:00 Dwyane Wade og LeBron James bregða hér á leik í nótt. Mynd/AP Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.Dwyane Wade var með 25 stig og 14 fráköst í 88-78 útisigri Miami Heat á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 17 stig og Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Corey Maggette var með 20 stig fyrir Milwaukee og Andrew Bogut bætti við 11 stigum og 13 fráköstum. Miami tók frumkvæðið með 17-2 spretti í fyrri hálfleik en missti niður forskotið í lokin og þurfti stórar körfur frá öllum í ofurþríeykinu í lokin til þess að landa sigrinum.Carlos Boozer skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 99-90 sigur á Oklahoma City Thunder. Boozer skoraði 13 stiga sinna í þriðja leikhluta sem Bulls vann 29-18 og lagði grunninn að sigri sínum. Luol Deng var með 19 stig og það kom ekki að sök að Derrick Rose (11 stig, 9 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum. Kevin Durant var með 29 stig fyrir Thunder.Josh Smith var með 19 stig og 13 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 80-74 útisigur á Orlando Magic. Al Horford var með 16 stig og 10 fráköst, Jamal Crawford var með 15 stig og Mike Bibby skoraði 13 stig. Bibby setti niður mikilvægan þrist á lokamínútunni en þetta var sjötti sigur Atlanta í síðustu sjö leikjum. Vince Carter var með 18 stig fyrir Orlando og Dwight Howard bætti við 14 stigum og 13 fráköstum eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna magakveisu. Amare Stoudemire.Mynd/AP Amare Stoudemire skoraði 34 stig í fimmta sigri New York Knicks í röð en liðið vann þá 121-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var með 21 stig og Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. Stoudemire hefur skorað 30 stig og meira í öllum fimm sigurleikjunum og er fyrsti leikmaður Knicks síðan í febrúar 2005 (Stephon Marbury) til þess að brjóta þrjátíu stiga múrinn í fimm leikjum í röð. Kevin Love var með 33 stig og 15 fráköst hjá Minnesota og Michael Beasley var með 25 stig.Deron Williams var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 94-85 sigur á Memphis Grizzlies en liðið komst þar með aftur á sigurbraut eftir að sjö leikja sigurganga endaði í leiknum á undan á móti Dallas. C.J. Miles var með 20 stig og spilaði góða vörn á Rudy Gay sem hitti aðeins úr 8 af 22 skotum sínum en skoraði þó 18 stig. Mike Conley var stigahæstur hjá Memphis með 19 stig. Demarcus Cousins.Mynd/AP Brandon Rush var með 26 stig og Danny Granger skoraði 21 stig þegar Indiana Pacers vann 124-100 heimasigur á Toronto Raptors. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir Toronto og Amir Johnson bætti við 15 stigum en Andrea Bargnani skoraði aðeins 12 stig.Eric Gordon skoraði 29 stig í 98-91 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. Ryan Gomes var með 17 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ísraelinn Omri Casspi var með 21 stig og 10 fráköst hjá Sacramento. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Carlos Boozer.Mynd/APIndiana Pacers-Toronto Raptors 124-100 Orlando Magic-Atlanta Hawks 74-80 New York Knicks-Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls-Oklahoma City Thunder 99-90 Milwaukee Bucks-Miami Heat 78-88 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 94-85 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 98-91 NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.Dwyane Wade var með 25 stig og 14 fráköst í 88-78 útisigri Miami Heat á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 17 stig og Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Corey Maggette var með 20 stig fyrir Milwaukee og Andrew Bogut bætti við 11 stigum og 13 fráköstum. Miami tók frumkvæðið með 17-2 spretti í fyrri hálfleik en missti niður forskotið í lokin og þurfti stórar körfur frá öllum í ofurþríeykinu í lokin til þess að landa sigrinum.Carlos Boozer skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 99-90 sigur á Oklahoma City Thunder. Boozer skoraði 13 stiga sinna í þriðja leikhluta sem Bulls vann 29-18 og lagði grunninn að sigri sínum. Luol Deng var með 19 stig og það kom ekki að sök að Derrick Rose (11 stig, 9 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum. Kevin Durant var með 29 stig fyrir Thunder.Josh Smith var með 19 stig og 13 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 80-74 útisigur á Orlando Magic. Al Horford var með 16 stig og 10 fráköst, Jamal Crawford var með 15 stig og Mike Bibby skoraði 13 stig. Bibby setti niður mikilvægan þrist á lokamínútunni en þetta var sjötti sigur Atlanta í síðustu sjö leikjum. Vince Carter var með 18 stig fyrir Orlando og Dwight Howard bætti við 14 stigum og 13 fráköstum eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna magakveisu. Amare Stoudemire.Mynd/AP Amare Stoudemire skoraði 34 stig í fimmta sigri New York Knicks í röð en liðið vann þá 121-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var með 21 stig og Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. Stoudemire hefur skorað 30 stig og meira í öllum fimm sigurleikjunum og er fyrsti leikmaður Knicks síðan í febrúar 2005 (Stephon Marbury) til þess að brjóta þrjátíu stiga múrinn í fimm leikjum í röð. Kevin Love var með 33 stig og 15 fráköst hjá Minnesota og Michael Beasley var með 25 stig.Deron Williams var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 94-85 sigur á Memphis Grizzlies en liðið komst þar með aftur á sigurbraut eftir að sjö leikja sigurganga endaði í leiknum á undan á móti Dallas. C.J. Miles var með 20 stig og spilaði góða vörn á Rudy Gay sem hitti aðeins úr 8 af 22 skotum sínum en skoraði þó 18 stig. Mike Conley var stigahæstur hjá Memphis með 19 stig. Demarcus Cousins.Mynd/AP Brandon Rush var með 26 stig og Danny Granger skoraði 21 stig þegar Indiana Pacers vann 124-100 heimasigur á Toronto Raptors. Jose Calderon skoraði 21 stig fyrir Toronto og Amir Johnson bætti við 15 stigum en Andrea Bargnani skoraði aðeins 12 stig.Eric Gordon skoraði 29 stig í 98-91 sigri Los Angeles Clippers á Sacramento Kings. Ryan Gomes var með 17 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ísraelinn Omri Casspi var með 21 stig og 10 fráköst hjá Sacramento. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Carlos Boozer.Mynd/APIndiana Pacers-Toronto Raptors 124-100 Orlando Magic-Atlanta Hawks 74-80 New York Knicks-Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls-Oklahoma City Thunder 99-90 Milwaukee Bucks-Miami Heat 78-88 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 94-85 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 98-91
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins