Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 29. apríl 2010 05:00 Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent