Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 29. apríl 2010 05:00 Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira