Viðskipti erlent

Flýja Bretland vegna skattahækkana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir stærstu vínframleiðendur í heimi ætla að flytja starfsemi sína frá Bretlandi vegna mikilla skattahækkanna þar í landi.

Constellation Brands og Foster's Group sem framleiða meðal annars víntegundirnar Hardys, Lindemans og Penfolds og eru með þúsundir manna í vinnu á Bretlandi saka ríkisstjórnina um að rústa vínmarkaðnum í Bretlandi með stöðugum skattahækkunum. Bæði fyrirtækin hafa sagt upp starfsfólki og eru þegar byrjuð að flytja starfsemi sína til annarra ríkja í Evrópu.

Áfengisgjald í Bretlandi hefur hækkað í Bretlandi um 20% síðan í mars í fyrra og ríkisstjórnin er þegar að ræða frekari skattahækkanir. Troy Christensen, forstjóri Constellation í Evrópu, segir að ríkisstjórnin hafi gengið of langt. Verið sé að eyðileggja víniðnaðinn. Fyrirtækið sé ekki að biðja um ríkisstuðning heldur að vera látið í friði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×