Borgarstjóri tekur ástfóstri við íslenskan hátískujakka 2. október 2010 12:30 Jón Gnarr og jakkarnir tveir Jón klæddist gráa jakkanum þegar sumarið stóð sem hæst. Hann kynnti dagskrá menningarnætur í honum og hlustaði á kröfur sjúkraflutningamanna. Þegar tók að hausta fór að bera meira á svarta jakkanum en hvíti saumurinn nýtur sín betur á honum. Á sumum myndum má sjá glitta í hina marglitu ermahnappa sem vakið hafa mikla athygli. Það er fatahönnunarfyrirtækið Private Label sem á heiðurinn af þessum jökkum. „Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira