John Kay um Icesave: „Við ættum að skammast okkar“ 24. febrúar 2010 07:54 Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti. „Við réttlætum fautaskap okkar gegn Íslendingum á sama hátt og slíkir fautar hafa alltaf gert: Við gerum það vegna þess að við getum það," segir Kay og bætir við; „eða við gerum það vegna þess að við héldum að við gætum það," því að mati hans hafa Íslendingar nú yfirhöndina í deilunni. „Ef þjóðaratkvæðagreiðslan sjötta mars verður haldin fær almenningur tækifæri til þess að hafna því að hann verði að standa skil á skuldbindinum banka og bankamanna." Kay segir að slík niðurstaða muni snúa málinu á hvolf og að það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar standi nú á ný í samningaviðræðum. „Við ættum að skammast okkar," segir hann að lokum. Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti. „Við réttlætum fautaskap okkar gegn Íslendingum á sama hátt og slíkir fautar hafa alltaf gert: Við gerum það vegna þess að við getum það," segir Kay og bætir við; „eða við gerum það vegna þess að við héldum að við gætum það," því að mati hans hafa Íslendingar nú yfirhöndina í deilunni. „Ef þjóðaratkvæðagreiðslan sjötta mars verður haldin fær almenningur tækifæri til þess að hafna því að hann verði að standa skil á skuldbindinum banka og bankamanna." Kay segir að slík niðurstaða muni snúa málinu á hvolf og að það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar standi nú á ný í samningaviðræðum. „Við ættum að skammast okkar," segir hann að lokum.
Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira