„Þetta er ömurlegt, ég held að það lýsi þessu best," sagði landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir úr Fram eftir tap liðsins gegn Val, 22-23, í úrslitum deildarbikars kvenna í handbolta. Íris Björk fór hamförum í marki Fram og varði alls 24 skot, þar af 18 skot í fyrri hálfleik.
„Við slökuðum alltof mikið á í upphafi síðari hálfleik og gáfum þeim of mikið forskot. Valur lék vel í leiknum og eiga sigurinn skilinn," segir Íris súr sem kann vel við sig á fjölum Strandgötunnar eins og árangur kvöldsins sýnir.
„Ég kann afskaplega vel við mig hérna í Strandgötunni og þetta voða fínt íþróttahús," segir Íris sem kýs frekar að vinna en að verja yfir 20 bolta í hverjum leik.
„Það er alltaf ömurlegt að ná ekki að vinna og það skiptir engu máli hvað ég ver marga bolta ef við náum ekki að vinna. Vissulega vantar sterka leikmenn í liðið en við kláruðum ekki verkefnið og þess vegna töpuðum við leiknum."
Íris Björk: Skiptir engu hvað ég ver mikið ef við vinnum ekki
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn