Lífið

Konur Steinars til Póllands

Lánið virðist leika við söguhetju Steinars þegar útrásarvíkingur býður henni að gista í glæsilegri þakíbúð.
Lánið virðist leika við söguhetju Steinars þegar útrásarvíkingur býður henni að gista í glæsilegri þakíbúð.

Útgáfurétturinn að skáldsögu Steinars Braga, Konum, hefur verið seldur til pólska forlagsins Krytyka Polityczna.

Íslenskar bækur eru ekki algeng söluvara þar í landi þó þess þekkist dæmi. Bók Steinars vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2008 og var meðal söluhæstu bóka síðasta árs. Konur kemur út í Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi á næstu misserum og kvikmyndaréttur hennar hefur þegar verið seldur til ZikZak kvikmynda.

Konur er fimmta skáldsaga Steinars Braga, sem einnig er þekktur fyrir ljóðabækur sínar. Sagan segir frá ungri íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar bankamaður, einn íslensku útrásarvíkinganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsilegri þakíbúð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×