Nú þarf startkapla Jón Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2010 06:00 Samtök atvinnulífsins hafa látið frá sér fara myndarlegt yfirlit um tillögur sínar til endurreisnar í íslensku atvinnulífi og efnahag þjóðarinnar. Mikil vinna liggur greinilega að baki þessum viðamiklu tillögum sem hafa það að markmiði að vísa þjóðinni leið til endurreisnar, kröftugs atvinnulífs og bættra lífskjara. Auðvitað verða skiptar skoðanir um ýmislegt í þessum tillögum SA, en viðleitnin er mjög jákvæð. Alþýðusambandið hefur líka hreyft mörgum tillögum og hugmyndum og gert skýrar kröfur til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum. Að verulegu leyti er samhljómur með þessum helstu samtökum í íslensku atvinnulífi og vinnumarkaði. Óskandi væri að ríkisstjórnin og stjórnmálaflokkarnir allir vildu hlusta á þessar tillögur og taka tillit til þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega miklar áhyggjur af því að horfur eru á langvarandi kyrrstöðu eða efnahagslægð og fjöldaatvinnuleysi á Íslandi á komandi misserum. Af þeim sökum leggja SA megináherslu á að bætt verði hressilega í fjárfestingar, iðnþróun og orkubeislun þegar á komandi mánuðum. Samtökin leggja fram margþættar tillögur og hugmyndir til að stuðla að þessu. Það er skoðun Samtaka atvinnulífsins að framvinda efnahags- og atvinnumála á næstu árum sé undir því komið hverjar ákvarðanir Íslendingar sjálfir taka og hvernig okkur farnast að framfylgja þeim. Þau benda sérstaklega á það grundvallaratriði að fjárfestingar í útflutningsgreinum verða að draga vagninn. Og þau gera þá eðlilegu kröfu að stjórnvöldin vinni með atvinnulífinu. Markmið Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins eru þau að hér verði atvinna fyrir alla þegar á næstu árum. Þá verði unnið að varanlegri eflingu atvinnulífsins með orkunýtingu og stórfjárfestingum sem eru virkasta leiðin til þess að rykkja hagkerfinu í kröftugan gír til atvinnuaaukningar og almennra lífskjarabóta í landinu. Samtökin leggja þunga áherslu á að vaxtastigið í landinu verði lagað að þessum markmiðum og horfið frá gjaldeyrishöftunum, en þau eru í raun vantraustsyfirlýsing á krónuna og koma þannig alveg í veg fyrir að hún geti náð tiltrú á markaðinum. Þær aðgerðir sem Samtök atvinnulífsins boða nú eru einmitt mikilvægar til þess að skapa tiltrú og traust á íslensku atvinnulífi og íslenskri hagþróun til framtíðar. Tillögurnar eru víðtækar og ná til allra helstu samfélagsþátta sem máli skipta. Allir sjá að ríkisstjórnin er stórlega löskuð og kemur eiginlega engu eða fáu til leiðar, að minnsta kosti í bili. Iðnaðarráðherra er aftur og aftur að boða aðgerðir og fyrirætlanir en virðist jafnóðum hrundið til baka af afturhaldsöflum innan stjórnarinnar. Meðal annars af þessari ástæðu hljóta menn að líta til frumkvæðis og tillagna úr öðrum áttum. Það verður að koma vitinu fyrir þá sem standa á móti. Ef ríkisstjórnin megnar ekkert til góðs verður hún auðvitað að víkja. Nú þarf að setja startkapla á hagkerfið. Aðrar aðferðir eru of seinvirkar til að vélin hrökkvi í gang. Tillögur Samtaka atvinnulífsins eru mikilvægt framlag sem allir ættu að kynna sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Samtök atvinnulífsins hafa látið frá sér fara myndarlegt yfirlit um tillögur sínar til endurreisnar í íslensku atvinnulífi og efnahag þjóðarinnar. Mikil vinna liggur greinilega að baki þessum viðamiklu tillögum sem hafa það að markmiði að vísa þjóðinni leið til endurreisnar, kröftugs atvinnulífs og bættra lífskjara. Auðvitað verða skiptar skoðanir um ýmislegt í þessum tillögum SA, en viðleitnin er mjög jákvæð. Alþýðusambandið hefur líka hreyft mörgum tillögum og hugmyndum og gert skýrar kröfur til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum. Að verulegu leyti er samhljómur með þessum helstu samtökum í íslensku atvinnulífi og vinnumarkaði. Óskandi væri að ríkisstjórnin og stjórnmálaflokkarnir allir vildu hlusta á þessar tillögur og taka tillit til þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa greinilega miklar áhyggjur af því að horfur eru á langvarandi kyrrstöðu eða efnahagslægð og fjöldaatvinnuleysi á Íslandi á komandi misserum. Af þeim sökum leggja SA megináherslu á að bætt verði hressilega í fjárfestingar, iðnþróun og orkubeislun þegar á komandi mánuðum. Samtökin leggja fram margþættar tillögur og hugmyndir til að stuðla að þessu. Það er skoðun Samtaka atvinnulífsins að framvinda efnahags- og atvinnumála á næstu árum sé undir því komið hverjar ákvarðanir Íslendingar sjálfir taka og hvernig okkur farnast að framfylgja þeim. Þau benda sérstaklega á það grundvallaratriði að fjárfestingar í útflutningsgreinum verða að draga vagninn. Og þau gera þá eðlilegu kröfu að stjórnvöldin vinni með atvinnulífinu. Markmið Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins eru þau að hér verði atvinna fyrir alla þegar á næstu árum. Þá verði unnið að varanlegri eflingu atvinnulífsins með orkunýtingu og stórfjárfestingum sem eru virkasta leiðin til þess að rykkja hagkerfinu í kröftugan gír til atvinnuaaukningar og almennra lífskjarabóta í landinu. Samtökin leggja þunga áherslu á að vaxtastigið í landinu verði lagað að þessum markmiðum og horfið frá gjaldeyrishöftunum, en þau eru í raun vantraustsyfirlýsing á krónuna og koma þannig alveg í veg fyrir að hún geti náð tiltrú á markaðinum. Þær aðgerðir sem Samtök atvinnulífsins boða nú eru einmitt mikilvægar til þess að skapa tiltrú og traust á íslensku atvinnulífi og íslenskri hagþróun til framtíðar. Tillögurnar eru víðtækar og ná til allra helstu samfélagsþátta sem máli skipta. Allir sjá að ríkisstjórnin er stórlega löskuð og kemur eiginlega engu eða fáu til leiðar, að minnsta kosti í bili. Iðnaðarráðherra er aftur og aftur að boða aðgerðir og fyrirætlanir en virðist jafnóðum hrundið til baka af afturhaldsöflum innan stjórnarinnar. Meðal annars af þessari ástæðu hljóta menn að líta til frumkvæðis og tillagna úr öðrum áttum. Það verður að koma vitinu fyrir þá sem standa á móti. Ef ríkisstjórnin megnar ekkert til góðs verður hún auðvitað að víkja. Nú þarf að setja startkapla á hagkerfið. Aðrar aðferðir eru of seinvirkar til að vélin hrökkvi í gang. Tillögur Samtaka atvinnulífsins eru mikilvægt framlag sem allir ættu að kynna sér.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun