Lífið

Sandra flytur til New Orleans

Sandra Bullock ásamt Jesse James á Óskarsverðlaununum þegar allt lék í lyndi.
Sandra Bullock ásamt Jesse James á Óskarsverðlaununum þegar allt lék í lyndi.

Talið er að leikkonan Sandra Bullock hafi ákveðið að flytja frá Texas til borgarinnar New Orleans með ættleiddan son sinn.

Bullock, sem er móðir hins þriggja mánaða Louis Bardo Bullocks sem hún ættleiddi í janúar, virðist hafa ákveðið að flytja einum degi eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að skilja við eiginmann sinn Jesse James. Þrír flutningabílar sáust fyrir utan glæsivillu hennar en ekki hefur þó fengist staðfest að hún sé flutt.

James gerðist uppvís að framhjáhaldi með mörgum konum, skömmu eftir að Bullock tók á móti Óskarsverðlaununum sem besta leikkonan. „Já, ég sótti um skilnað. Ég er sorgmædd og ég er hrædd," sagði hin 45 ára Bullock. Hún hefur áður lýst yfir aðdáun sinni á New Orleans, fæðingarborg sonarsins Louis Bardo. „Andi fólksins þarna er ótrúlegur og eins hvernig það hefur í heiðri menningu borgarinnar og þykir vænt um tónlistina og lífið sjálft," sagði hún.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×