Viðskipti erlent

Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs

Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega.

Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri.

Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum.

Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða.

Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×