Ásgrímsmyndir voru fyrir American Express 15. september 2010 08:45 Dularfullar myndir Jóhann Páll Valdimarsson og Jón Rósant Þórarinsson með eftirprentanirnar sem fundust á lager Forlagsins. Fréttablaðið/Anton „Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira