Lífið

Nirvana-sýning á næsta ári

kurt cobain Peysa Cobains verður til sýnis í Seattle.
kurt cobain Peysa Cobains verður til sýnis í Seattle.

Sýningin Pönkið fært til fjöldans, þar sem rokksveitin Nirvana verður í aðalhlutverki, verður opnuð í heimaborg hennar Seattle í apríl á næsta ári. Sýningin mun standa yfir í tvö ár.

Ýmsir áhugaverðir munir úr sögu Nirvana verða þar sýndir, þar á meðal nokkur málverk sem söngvarinn Kurt Cobain gerði í menntaskóla, handskrifaðir textar við lögin Spank Thru og Floyd the Barber og partar af fyrsta gítarnum sem hinn sálugi Cobain eyðilagði á sviði.

„Cobain var framsækinn listamaður sem náði til fólks úti um allan heim,“ sagði bassaleikarinn Krist Nov­oselic. „Það er frábært að brátt verði hlutum safnað saman þar sem framlagi hans til tónlistar og menningar er gert hátt undir höfði. Nirvana er miðdepillinn í þessari sögu,“ sagði hann.

„En svo margt fólk, hljómsveitir og stofnanir sem voru hluti af þessu tónlistarsamfélagi koma líka við sögu. Tónlist norðvesturríkjanna er hyllt á þessari sýningu.“

Á meðal fleiri muna sem verða á sýningunni er fræg peysa sem Cobain klæddist oft snemma á níunda áratugnum og engill sem var notaður á tónleikaferð Nirvana til að kynna plötuna In Utero.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×