Viðskipti erlent

Málverk eftir Picasso sló nýtt verðmet á uppboði

Kaupandi Nakin, græn lauf og brjóst er óþekktur en hann bauð í verkið í gegnum síma.
Kaupandi Nakin, græn lauf og brjóst er óþekktur en hann bauð í verkið í gegnum síma.

Málverk eftir Pablo Picasso sló nýtt met hvað varðar verð fyrir listaverk sem selt er á uppboði.

Málverkið, sem ber heitið Nakin, græn lauf og brjóst, var slegið á 106 milljónir dollara eða 13,6 milljarða kr. á uppboði hjá Christie´s í New York í vikunni.

Picasso málaði verkið árið 1932 en það hefur verið í eigu hjónanna Frances og Sidney Brody þekktra listaverkasafnara í Los Angeles frá sjötta áratug síðustu aldar. Það hafði aðeins einu sinni verið sýnt opinberlega frá þeim tíma eða árið 1961.

Fyrra metverð fyrir listaverk á uppboði átti verkið Walking Man I eftir Giacometti en það var selt í febrúar s.l. fyrir 104,3 milljónir dollara

Kaupandi Nakin, græn lauf og brjóst er óþekktur en hann bauð í verkið í gegnum síma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×