Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi 21. júní 2010 06:00 Írski bankinn Anglo-Irish Bank tapaði 12,7 milljónum evra á síðasta ári, meira en nokkurt írskt fyrirtæki til þessa. nordicphotos/AFP Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi. „Rannsóknarnefnd Alþingis greinir frá ótrúlega háum upphæðum lána innanbúðarmanna í bönkunum til sjálfra sín; hjá Glitni, Kaupþingi og Landsbanka var mesta áhættan vegna lána aðaleigenda bankanna. Þótt lán til framkvæmdastjóra í einum írskum banka hafi vakið athygli, þá var það miklu minna í sniðum,“ segir í skýrslunni. „Í reynd höfðu bankarnir sameiginlega fjármagnað alltof hátt hlutfall af eiginfé eigenda sinna,“ segir hann um íslensku bankana. Í skýrslunni segir einnig að lán til fasteignakaupa hafi átt lítinn þátt í kreppunni á Íslandi. Íslenska bankakerfið hafi orðið fyrir litlum áhrifum af þeim markaðsvandræðum, sem bandarísku undirmálslánin leiddu af sér. Fyrst og fremst hafi það verið heimatilbúin verðbóla sem lagði íslenska bankakerfið í rúst. Þannig hafi tvítugfaldur vöxtur þriggja stærstu íslensku bankanna á sjö árum verið miklu meiri en vöxtur þess banka á Írlandi sem hraðast óx, sem var Anglo Irish Bank. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist vel geta tekið undir niðurstöður írska seðlabankastjórans um hegðun íslensku bankanna. „Þetta er einmitt eitt af því sem mest stingur í augu, hversu mikið bankarnir lánuðu beint og óbeint til eigenda sinna. Þetta var óhjákvæmilega eitt af því sem mestu skipti um að þeir féllu og er auðvitað afar ámælisvert, þó ekki sé dýpra tekið í árinni. Þetta er líka eitt af því sem væntanlega verður kannað af þeim sem fara yfir það hvort lög hafa verið brotin með tilliti til refsingar.“ Gylfi segist reyndar hafa kynnt sér annað rit um írsku kreppuna, sem heitir Bankster og er eftir tvo írska blaðamenn. „Sú lýsing sem þar var á írska fjármálakerfinu og írska undrinu fannst mér mjög keimlík því sem við erum að upplifa hér. Þeirra akkilesarhæll var hins vegar sá að þeir lánuðu svo mikið til alls konar byggingaframkvæmda og fasteignakaupa. Nú sitja þeir uppi með þvílík ógrynni af óseljanlegum fasteignum, að þótt við eigum við vandamál af því tagi að stríða er það langt frá því að vera sambærilegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkaðist á Írlandi. „Rannsóknarnefnd Alþingis greinir frá ótrúlega háum upphæðum lána innanbúðarmanna í bönkunum til sjálfra sín; hjá Glitni, Kaupþingi og Landsbanka var mesta áhættan vegna lána aðaleigenda bankanna. Þótt lán til framkvæmdastjóra í einum írskum banka hafi vakið athygli, þá var það miklu minna í sniðum,“ segir í skýrslunni. „Í reynd höfðu bankarnir sameiginlega fjármagnað alltof hátt hlutfall af eiginfé eigenda sinna,“ segir hann um íslensku bankana. Í skýrslunni segir einnig að lán til fasteignakaupa hafi átt lítinn þátt í kreppunni á Íslandi. Íslenska bankakerfið hafi orðið fyrir litlum áhrifum af þeim markaðsvandræðum, sem bandarísku undirmálslánin leiddu af sér. Fyrst og fremst hafi það verið heimatilbúin verðbóla sem lagði íslenska bankakerfið í rúst. Þannig hafi tvítugfaldur vöxtur þriggja stærstu íslensku bankanna á sjö árum verið miklu meiri en vöxtur þess banka á Írlandi sem hraðast óx, sem var Anglo Irish Bank. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist vel geta tekið undir niðurstöður írska seðlabankastjórans um hegðun íslensku bankanna. „Þetta er einmitt eitt af því sem mest stingur í augu, hversu mikið bankarnir lánuðu beint og óbeint til eigenda sinna. Þetta var óhjákvæmilega eitt af því sem mestu skipti um að þeir féllu og er auðvitað afar ámælisvert, þó ekki sé dýpra tekið í árinni. Þetta er líka eitt af því sem væntanlega verður kannað af þeim sem fara yfir það hvort lög hafa verið brotin með tilliti til refsingar.“ Gylfi segist reyndar hafa kynnt sér annað rit um írsku kreppuna, sem heitir Bankster og er eftir tvo írska blaðamenn. „Sú lýsing sem þar var á írska fjármálakerfinu og írska undrinu fannst mér mjög keimlík því sem við erum að upplifa hér. Þeirra akkilesarhæll var hins vegar sá að þeir lánuðu svo mikið til alls konar byggingaframkvæmda og fasteignakaupa. Nú sitja þeir uppi með þvílík ógrynni af óseljanlegum fasteignum, að þótt við eigum við vandamál af því tagi að stríða er það langt frá því að vera sambærilegt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira