Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Össur Skarphéðinsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun