Framherjarnir Djibril Cisse og Diego Forlan voru liðum sínum heldur betur mikilvægir í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Cisse skoraði tvö mörk fyrir Panathinaikos sem vann afar óvæntan sigur á sjóðheitu liði Róma og það í Rómarborg. Gríska liðið komið áfram.
Diego Forlan skaut Atletico Madrid síðan áfram með marki á lokamínútunni gegn Galatasaray í Tyrklandi.
Úrslit kvöldsins:
Anderlecht-Athletic Bilbao 4-0
5-1 fyrir Anderlecht samanlagt.
AS Roma-Panathinaikos 2-3
Riise, Rossi - Cisse 2, Katsouranis
4-6 fyrir Panathinaikos samanlagt.
Galatasaray-Atletico Madrid 1-2
Keita - Simao, Forlan.
2-3 fyrir Atletico samanlagt.
Marseille-FC Copenhagen 3-1
6-1 fyrir Marseille samanlagt.
PSV Eindhoven-HSV 3-2
Tolvonen, Dzsudzsak, Koevermans - Petric, Trochowski (víti)
3-3, HSV áfram á mörkum á útivelli.
Shaktar Donetsk-Fulham 1-1
Jadson - Hangeland
2-3 fyrir Fulham samanlagt.